Gorbatsjov segir Bandaríkjamenn ala á lögleysu í heiminum

Mikhaíl Gorbatsjov.
Mikhaíl Gorbatsjov. Reuters

Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, gagnrýndi í gær Bandaríkin, og einkum forseta þeirra, George W. Bush, fyrir að ala á lögleysu í heiminum með heimsveldistilburðum. Sagði Gorbatsjov að frá lokum kalda stríðsins hefðu bandarísk stjórnvöld leitast við að byggja upp heimsveldi, en skorti skilning á breyttri heimsmynd.

"Hugmyndin um nýtt heimsveldi, sem hefði leiðtogahlutverki að gegna, kviknaði hjá Bandaríkjamönnum, en hvað fylgdi í kjölfarið?" spurði Gorbatsjov á fréttamannafundi í Moskvu.

"Það sem fylgt hefur í kjölfarið eru einhliða aðgerðir .., styrjaldir .., öryggisráð SÞ er virt að vettugi, alþjóðalög eru virt að vettugi, vilji almennings, jafnvel bandarísks almennings, er virtur að vettugi," sagði Gorbatsjov.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka