Bakteríumagn á við skólp í flóðum

Loftmynd af Gloucesterskíri.
Loftmynd af Gloucesterskíri. Reuters

Vatnssýni frá heimili í Gloucesterskíri á Englandi, þar sem flóð hafa verið að undanförnu, sýnir svipað magn baktería og finnast í skólpi. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Sýnið innihélt 10 milljón coli-bakteríur (aðallega E.coli) á hvern millilítra af vatni. Það voru 10.000 sinnum fleiri coli-bakteríur inni í húsinu heldur en fyrir utan það.

Vatnið fyrir utan húsið þykir eðlilegt við slíkar aðstæður, aðeins örlítið mengaðra heldur en árvatn. Vatn er komið í krananna í einu flóðahéraði á Bretlandi en þúsund manna þurfa að bíða enn um sinn eftir hreinu vatni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert