Bretar dæmdir fyrir fíknefnabrot í Dubai

Burj Dubai turninn í Dubai.
Burj Dubai turninn í Dubai. Reuters

Tveir breskir ferðamenn voru dæmdir til fjögurra ára fangelsisvistar í Dubai fyrir að eiga fíkniefni til einkanota. Þeim verður vísað úr landi eftir að hafa afplánað dóminn.

Annar mannanna, sem er 22 ára, var handtekinn á flugvelli Dubai í byrjun júní og hinn, sem er 27 ára, var einnig handtekinn á flugvellinum við komu frá Afganistan í lok júní. Báðir voru handteknir með nokkrar tegundir af hassi, sem ætlað var til einkanota.

Dubai, eitt furstaríkja Sameinuðu furstadæmanna, laðar að sér milljónir ferðamanna á ári hverju. Í Furstadæmunum ríkja ströng lög gegn fíkniefnum. Fjögur ár er venjubundin refsins fyrir eign á fíkniefnum en dauðadómur liggur fyrir verslun með efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert