Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, er í þriggja daga heimsókn í Rússlandi. Hann mun hitta utanríkisráðherrann, Sergey Lavrov, og er einnig sagt að hann muni hitta Vladimír Pútín, forseta landsins. Í dagblaðinu Kommersat kom fram að Abbas vonast eftir stuðningi Pútíns við Fatah-hreyfinguna.
Rússneskir embættismenn vöktu reiði Ísraela og Vesturlanda á síðasta ári þegar þeir funduðu með leiðtogum Hamas í Moskvu. Abbas sagðist vilja halda við og styrkja vináttu Palestínu og Rússlands. Abbas og Pútín hittust síðast í Rússlandi í maímánuði árið 2006.