Harry Patch, eini eftirlifandi breski hermaðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni, fór til Belgíu og heimsótti vígstöðvarnar þar sem bardaginn við Passchendaele átti sér stað. 90 ár eru í dag frá því að bardaginn hófst, Patch er 109 ára gamall og var því 19 ára þegar hann tók þátt í bardaganum.
Patch fór með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem unnið hefur að því að rita endurminningar hermannsins fyrrverandi. Saman skoðuðu þeir þá átta kílómetra sem breski herinn náði að fara um á þeim 99 dögum sem bardaginn stóð. 3.000 hermenn létust á degi hverjum í bardaganum, Patch sjálfur særðist illa og missti þrjá félaga sína.
Patch lagði blómsveig við staðinn þar sem skotgrafirnar voru fyrir 90 árum síðan, en þar er nú þýskur herkirkjugarður. Við það tækifæri sagði Patch að Þjóðverjar hefðu þjáðst vegna stríðsins líkt og aðrir. „Of margir létust, stríð er ekki eins mannslífs virði”.