Danskir hermenn hverfa frá Írak á morgun og er hernaðaraðgerðum Dana í landinu þar með lokið. Frá þessu greinir danska sjónvarpsstöðin TV2/Nyhederne sem er með fréttamann staðsettan í Basra á Suður-Írak.
Fram kemur að sjö af átta herfylkjum Dana í landinu séu nú þegar búin að yfirgefa landið. Þá kemur fram að um 110 manna hópur hermanna sé við það að fara yfirgefa Írak, en fram kemur á tv2.dk að babb sé komið í bátinn því flugið sem átti að flytja hermennina til Kúveit sé ónýt. Hermennirnir bíða því eftir annarri vél sem mun flytja þá til Kúveit segir fréttamaður TV2 í Basra.
Um 50 manna danskt herlið mun þó vera eftir til þess að stjórna fjórum herþyrlum til ársloka. Þyrlunum er ætlað að styðja við bakið á hersveitum Breta og hafa gætur með þeim úr lofti.