Makaheimsóknir samkynhneigðra fanga í Mexíkó leyfðar

Ákvörðunin um að leyfa mökum samkynhneigðra fanga er sögð skref …
Ákvörðunin um að leyfa mökum samkynhneigðra fanga er sögð skref í áttina að því að binda enda á fordóma gagnvart samkynhneigðum í landinu. AP

Fangelsismálayfirvöld í Mexíkóborg eru byrjuð að leyfa mökum samkynhneigðra fanga að heimsækja þá í fangelsin. Borgaryfirvöld hafa orðið við ráðleggingum mannréttindanefndar sem segir að heimsóknirnar muni hjálpa til við að binda á enda á fordóma gagnvart samkynhneigðum.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar sem barst frá manni sem sagði að honum hefði verið meinað að heimsækja ástmann sinn í fangelsi á þeirri forsendu að þeir væru samkynhneigðir.

Samkvæmt mexíkóskum lögum frá árinu 2003 er bannað að mismuna fólki eftir kynferði.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert