Óttast er um örlög 22 Suður-Kóreubúa, sem eru gíslar öfgafullra talibana, eftir að frestur rann út án þess að þeir yrðu drepnir. Uppreisnarmennirnir gáfu fjögurra klukkustunda auka frest að beiðni samningamanna ríkisstjórnarinnar, sem báðu um lengri tíma til þess að leysa ágreining sem stendur um lausn á talibönskum föngum.