Spilling sögð eyðileggja uppbyggingarstarfið í Írak

Bræður sjást hér ganga fram hjá gjörónýtu íbúðarhúsi í miðborg …
Bræður sjást hér ganga fram hjá gjörónýtu íbúðarhúsi í miðborg Bagdad. AP

Bandarísk stofnun sem hefur yfirumsjón með uppbyggingarstarfseminni í Írak hefur tjáð breska ríkisútvarpinu BBC að fjárhagsleg óstjórn og spilling í landinu jaðri við „aðra uppreisn“ í landinu.

Stuart Bowen, sem Bandaríkjaþing útnefndi sem yfirendurskoðanda yfir verkefninu, segir að Íraksstjórn hafi ekki axlað ábyrgð á verkefnum sem kosta milljarða Bandaríkjadala. Þá segir Bowen að stofnunin sem hann starfar hjá rannsaki nú yfir 50 fjársvikamál í landinu.

Á sama tíma þarf um þriðjungur Íraka að neyðaraðstoð að halda, segir í skýrslu frá bresku hjálparstofnuninni Oxfam og óháðum íröskum stofnunum.

Í skýrslunni kemur fram að Íraksstjórn hafi ekki útvegað um átta milljón íbúum landsins mikilvægar nauðsynjar á borð við vatn, mat, hreinlætisvörur og skjól.

Varað er við því að áframhaldandi átök í landinu varpi skugga yfir það neyðarástand sem hafi farið stigvaxandi frá því her bandamanna réðst inn í Írak árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka