Talibanskir mannræningjar, sem hafa haft 22 suður-kóreska gísla í haldi, segjast hafa skotið einn gíslanna til bana í dag, en um er að ræða karlmann. Talsmaður talibananna sakar stjórnvöld í Afganistan um að hlusta ekki á kröfur uppreisnarmannanna.
„Við skutum karlkyns gísl vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki hlustað á kröfur okkar,“ sagði Qari Mohammad Yousuf, talsmaður talibananna í símasamtali við Reuters-fréttastofuna.