Breska hjálparstofnunin Oxfam segir vanta grundvallarþjónustu fyrir írösku þjóðina. Nærri þriðjungur þjóðarinnar þarfnast neyðarhjálpar, samkvæmt nýrri skýrslu frá Oxfam og óháðum hjálparstofnunum í Írak. Skýrslan segir írösku ríkisstjórnina ekki geta veitt grundvallarhluti eins og vatn, sorphreinsun, mat og húsaskjól fyrir um átta milljónir manna.
Í skýrslunni segir að bak við ofbeldið í landinu dyljist hættuástand sem hefur versnað síðan ráðast var inn í landið árið 2003. Í henni kemur einnig fram að fjórar milljónir Íraka hafa verið flæmdir burt frá heimilum sínum í átökunum. Rúmlega tvær milljónir manna hafa flust búferlum innan landsins en aðrar tvær flust úr landi. Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Jórdaníu um málefni íraskra flóttamanna, þar sem ákveðið var að byrja aðgerðir þeim til hjálpar.