Rúmlega 11.000 manns hafa flúið heimili sín vegna skógarelda á tveimur vinsælum ferðamannaeyjum Kanaríeyja. Um 6.000 manns hafa flúið frá heimilum sínum á Tenerife, þar sem 4.500 hektarar af skóglendi hefur brunnið síðan í gær. Ástandið þykir alvarlegt.
Yfirvöld á Tenerife segja slökkvilið berjast við elda á fjórum stöðum, þar af einum þar sem stjórn er komin á slökkvistarfið. Mörgum vegum hefur verið lokað.
Sterkur vindur og hár hiti breiðir úr eldinum
Yfirvöld segja sterkan vind og háan hita breiðar úr eldinum milli trjátoppanna. Á Gran Canaria eyju hefur eldurinn eyðilagt 10.000 hektara af skóglandi á fjórum dögum.
Um 5.200 manns, þar á meðal nokkrir ferðamann, voru fluttir frá svæðinu þar sem tugir heimila urðu eldinum að bráð.
Um 65% af fuglagarðinum Palmitos varð eldinum að bráð og er óttast um líf margra sjaldgæfra fugla.
Kveikti í til þess að halda vinnunni
Hermenn, ásamt átta herflugvélum reyna að slökkva eldana. Á laugardaginn var landvörður á Gran Canaria handtekinn fyrir íkveikju. Hann viðurkenndi að hafa kveikt eld í tilraun til þess að halda vinnunni lengur, en starfssamningur hans rennur út bráðlega.