Bandaríkin hafa lofað að útvega bandamönnum sínum í Mið-Austurlöndum vopn, en bandarísk stjórnvöld segja að vopnin muni koma þeim til góða í baráttunni við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, Hizbollah, Sýrland og Íran.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggjast hvetja arabíska bandamenn sína að leggja meira af mörkum til að aðstoða Bandaríkin í Írak.
Þau vísuðu því hinsvegar á bug að vopnasamningurinn, sem metinn er á tugi milljarða dala, sé einhverskonar kaup kaups svo Bandaríkin fái þá aðstoð sem þau þurfa á að halda.