Írum hefur ekki fjölgað meira í aldarfjórðung en ríflega helmingi fleiri fæðingar eiga sér stað í landinu en andlát. Þá hefur innflytjendum í landinu jafnframt fjölgað.
Samkvæmt upplýsingum frá írsku hagstofunni kemur fram hafa 64.237 börn fæðast á árinu en 27.479 hafa látist. Fjölgunin hefur ekki mælst meiri frá árinu 1982.
Í mörg ár flúði ungt fólk land en nú hefur dæmið snúist við, og má rekja breytta tíma til bætts efnahagsástands sem hefur varað sl. áratug. Unga fólkið snýr nú aftur heim, en að sama skapi hefur innflytjendum fjölgað. Sérstaklega frá Austur-Evrópu.
Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, var kjörinn til að gegna embættinu þriðja kjörtímabilið í röð í ár þrátt fyrir að hagkerfið sé farið á hægja örlítið á sér.