Liðsmaður Rauðu Kmeranna ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu

Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var ákærður í dag fyrir glæpi gegn mannkyninu og sendur í gæsluvarðhald af kambódísku dómstóli, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, í fyrstu réttarhöldunum yfir fyrrum leiðtogum ríkisstjórnarinnar.

Kang Kek Ieu, sem einnig er þekktur undir nafninu Duch, er einn fimm fyrrum leiðtoga sem sæta rannsókn. Hann rak Tuol Sleng fangelsi þegar ríkisstjórn Rauða Kmeranna var við völd á áttunda áratugnum. Fangelsið, sem áður var menntaskóli, var breytt í pyntingamiðstöð stjórnarinnar. Um 16.000 karlmenn, konur og börn voru pyntuð í fangelsinu áður en þau voru flutt fyrir utan borgina og tekin af lífi.

Kambódíumenn skoða myndir af Kang Kek Ieu á sögusafni um …
Kambódíumenn skoða myndir af Kang Kek Ieu á sögusafni um Rauðu Kmerana. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigríður Jónsdóttir: Duch
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert