Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, sagðist í dag styðja forseta Palestínu í tilraunum til þess að binda endi á baráttuna um palestínsk svæði.
„Ég vil fullvissa þig um að við styðjum þig sem lögmætan leiðtoga palestínsku þjóðarinnar. Við erum viss um að þú munir gera allt til þess að tryggja samheldni,“ sagði Pútín við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu í byrjun viðræðna þeirra í Kreml.
Abbas sagðist muna reyna alla möguleika til þess að koma á einingu í kjölfar blóðugrar valdabaráttu á Gasa síðastliðinn mánuð milli Hamas og Fatah. Rússar er nú í sérstakri stöðu þar sem þeir hafa verið í samskiptum við bæði Fatah og Hamas-samtökin, sem álitin eru sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.