Rotnandi hræ í tonna tali

Fyr­ir­tæki í Rúm­en­íu hef­ur verið sakað um að losa sig við 47 tonn af dýra­skrokk­um við útjaðar Búkarest, höfuðborg lands­ins. Fyr­ir­tækið, Prot­an, gæti átt von á rúm­lega millj­ón kr. sekt og þeir sem verða dæmd­ir sek­ir í mál­inu gætu átt von á því að verða dæmd­ir í fang­elsi.

Prot­an neit­ar sök en yf­ir­völd hafa kallað eft­ir því að fyr­ir­tækið aðstoði við að flytja rotn­andi hræ­in frá Com­ana, seg­ir á vef BBC.

Stjórn­völd í Rúm­en­íu hafa bar­ist hart gegn ólög­legri los­un úr­gangs frá því landið gekk í Evr­ópu­sam­bandið 1. janú­ar í ár, en það hef­ur verið eitt stærsta verk­efni stjórn­valda.

Mjög heitt er í Rúm­en­íu og víða hef­ur hit­inn farið yfir 38 gráður. Það er því ekki að furða að kjötið er farið rotna þar sem það ligg­ur skammt frá hraðbraut. Skrokk­un­um var komið fyr­ir í svört­um rusla­pok­um en sumstaðar glitt­ir í ali­fugla og jafn­vel dauð hross.

Það hef­ur hvöss vindátt ekki verið til þess að bæta ástandið, en megn­an óþef legg­ur frá rotn­andi hræj­un­um. Menn hafa þó mest­ar áhyggj­ur af því að fólk geti sýkst og veikst af þess­um völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert