„Aukin hætta“ er á árásum og uppgangi róttækra múslíma á Ítalíu, að því er segir í leyniþjónustuskýrslu sem birt var í dag. Nefndar eru sextíu hótanir er borist hafi á fyrri hluta þessa árs. Ógnin sem steðjar að Ítalíu, bæði innanfrá og utan, er af ýmsum toga og misjafnlega trúverðug, segir í skýrslunni.
Á Ítalíu fjölgaði samkomustöðum múslíma, þar sem „róttæklingar geta seilst til áhrifa, jafnvel þótt (þessir staðir) séu fyrst og fremst skipulagðir af og fyrir löghlýðið fólk.“ Þá er í skýrslunni einnig varað við „samtökum af norður-afrískum toga,“ og bent á að einnig sé hætta á tengslum við „önnur róttæk svæði á Balkanskaga, í Miðausturlöndum eða Mið-Asíu.“
Þá er í skýrslunni einnig bent á að hætta sé á að ítalskir stjórnleysingjar gerir árásir innanlands, þrátt fyrir að í febrúar hafi verið handteknir 15 manns grunaðir um aðild að vinstri-öfgasamtökunum Rauðu herdeildunum.