Frelsunaraðgerð hafin í Afganistan

Herþyrlur flugu yfir svæðið þar sem Suður-Kóreubúum er haldið í gíslingu talibana og dreifðu miðum til íbúa þar sem þeir voru beðnir um að yfirgefa svæðið. Herlið hefur safnast saman á svæðinu en hvorki herinn né ríkisstjórnin vill staðfesta að frelsa eigi gíslana.

Embættismaður í Ghazni héraði segir frelsunaraðgerðir vera hafnar og að miðarnir til íbúa svæðisins hafa verið til þess að vara þá við aðgerðum hersins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert