Að minnsta kosti sjö manns létust og 60 slösuðust þegar brú yfir ána Mississippi hrundi á annatíma í Minneapolis klukkan 18:05 í gær (23:00 í gærkvöldi að íslenskum tíma). 50-60 ökutæki steyptust ofan í ána þegar brúin lét undan. 20 manns er enn saknað og gert er ráð fyrir að tala látinna geti hækkað.
Björgunarlið vann að því að bjarga fólki úr ánni en myrkur og stormur skall á í gærkvöldi, sem gerði björgunarliði erfitt fyrir.
Yfirvöld segja enga ástæðu til þess að halda að atvikið tengist hryðjuverkum en verið var að lagfæra brúna.
Ríkisstjóri Minneapolis segir hina 40 ára gömlu brú hafa síðast gengið undir skoðun árið 2006 og þá hafi ekki neitt stórvægilegt fundist að henni. Framkvæmdir stóðu yfir þegar slysið varð og fann björgunarlið alla verkamennina nema einn.