Árásarmaður lést af völdum brunasára

Jeppinn, sem ekið var á flugstöðvarbygginguna, í ljósum logum.
Jeppinn, sem ekið var á flugstöðvarbygginguna, í ljósum logum. Reuters

Kafeel Ahmed, sem kveikti í sér eftir að hafa ekið jeppa hlöðnum sprengiefni á flugstöðvarbygginguna á Glasgowflugvelli í júnílok lést í kvöld af völdum brunasára sem hann hlaut.

Talsmaður lögreglunnar í Strathclyde sagði að maðurinn hefði látist á sjúkrahúsi í Glasgow í kvöld. Hann var með brunasár á um 90% af líkama sínum þegar hann var handtekinn.

Ahmed var 27 ára frá Bangalore á Indlandi. Hann vara verkfræðingur að mennt með doktorsgráðu í hönnun og tæknifræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert