Bush ætlar að heimsækja Minneapolis

Yfir 60 manns slösuðust þegar brúin gaf sig.
Yfir 60 manns slösuðust þegar brúin gaf sig. AP

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hyggst heim­sækja Minn­ea­pol­is og skoða aðstæður þar sem brú hrundi yfir ána Mississippi í gær­kvöldi. Frá þessu greindu tals­menn Hvíta húss­ins í dag.

Kafar­ar hafa í dag leitað að fólki sem féll í ána þar sem brú­in hrundi. Að sögn yf­ir­valda er bú­ist við því að björg­un­araðgerðir muni taka lang­an tíma þar sem aðstæður séu mjög erfiðar og hættu­leg­ar. Þetta er versta brú­ar­slys í Banda­ríkj­un­um í 20 ár.

Kafar­arn­ir á vett­vangi sjá mjög tak­markað þar sem þeir leita í og við brú­ar­rúst­irn­ar. Þeir hafa þó fundið nokk­ur af þeim öku­tækj­um sem féllu ofan í ána þegar brú­in, sem er 40 ára göm­ul, gaf sig á há­anna­tíma í gær­kvöldi.

Slökkviliðsstjór­inn Jim Clack seg­ir að það séu yfir 10 öku­tæki í ánni. Hann gaf þó ekki upp hvort fólk væri fast í bif­reiðunum eður ei.

Staðfest er að fjór­ir hafi lát­ist en fast­lega er bú­ist við að tala lát­inna muni hækka. Ekki er vitað hvers vegna brú­ar­hlut­inn, sem var 150 metr­ar á lengd, gaf sig.

Þingmaður demó­krata í Minnesota, Amy Klobuch­ar, sagði í dag að: „Brú í Banda­ríkj­un­um á ekki ekki bara að hrynja með þess­um hætti.“

Yfir 50 öku­tæki fóru í ána eða féllu á brú­ar­rúst­irn­ar á hraðbraut 35W þegar brú­in liðaðist í sund­ur öll­um að óvör­um. Yfir 60 manns slösuðust. Marg­ir hlutu bein­brot auk áverka á höfði og mænu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert