Bush meinar Rove að bera vitni

Karl Rove, ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta.
Karl Rove, ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað einum nánasta ráðgjafa sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir bandarískri þingnefnd varðandi brottrekstur átta alríkissaksóknara.

Sem forseti hefur Bush vald til þess að gera Rove undanþeginn því að mæta fyrir þingnefndina. Hún rannsakar nú hvort Hvíta húsið hafi skipulagt brottreksturinn af pólitískum ástæðum, slíkt er bannað.

Ríkisstjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttmætur.

„Rove, sem náinn ráðgjafi forsetans, er undanþeginn frá því að bera vitni fyrir þingnefndinni varðandi mál sem komu upp í embættistíð hans og snúa að opinberum erindagjörðum,“ skrifaði Fred Fielding, lögmaður Hvíta hússins, í bréfi sem hann sendi öldungadeildarþingmanni demókrata Patrick Leahy.

Rove átti að bera vitni í morgun ásamt öðrum ráðgjafa Hvíta hússins, Scott Jennings. Búist er við því að Jennings muni mæta fyrir nefndina en ekki er búist við því að hann þurfi að bera vitni um atriði sem lúta að saksóknurunum.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sem forseti Bandaríkjanna hefur Bush vald til þess að meina …
Sem forseti Bandaríkjanna hefur Bush vald til þess að meina Rove að bera vitni fyrir þingnefndinni. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert