Hún varð hálf endaslepp sjóferðin, sem 55 ára gamall breskur sægarpur fór í. Maðurinn hafði siglt frá Lundúnum til Ástralíu en þar steytti skúta hans á skeri við Lord Howe eyju. Maðurinn var fluttur í land með þyrlu en hann beið björgunar talsverðan tíma í hvassviðri og haugasjó á meðan skútan vó salt á skerinu.