Leikfangaframleiðandinn Fisher Price hefur kallað inn tæplega milljón leikfanga, sem framleidd voru í Kína, af ótt við að og mikið blý sé í málningunni. Í alþjóðlegri rannsókn kom í ljós að kínverski framleiðandinn hafði notað ósamþykkt litarefni í málningu og þar með brotið öryggisreglur.
Innköllunin nær til 83 tegunda af leikföngum sem hafa verið til sölu í Bandaríkjunum síðan í maí og segja forsvarsmenn fyrirtækisins Mattel, eiganda Fisher Price, að innköllunin nái til 967.000 leikfanga.
Talsverð vandamál hafa komið upp að undanförnu í sambandi við vörur sem framleiddar eru í Kína.