Fleiri lík hafa fundist í Minneapolis

Yfirvöld í Minneapolis segjast hafa fundið fleiri lík í rústum brúarinnar sem hrundi í Mississippi-ána. Þá segja yfirvöld að 20 manns sé enn saknað. Hluti umferðarbrúar í Minneapolis hrundi í ána á háannatíma í gærkvöldi. Tugir ökutækja höfnuðu í ánni.

Lögreglustjórinn í Minneapolis, Tim Dolan, sagði í samtali við fréttamenn að fleiri lík hafi fundist í rústunum. Fyrr í dag var búið að staðfesta að fjögur lík hefðu fundist. Hann vildi hinsvegar ekki gefa upp á þessari stundu hversu mörg lík væri um að ræða.

Um 60 manns slösuðust þegar brúin hrundi. Ljóst var að tala látinna myndi fara hækkandi á meðan björgunaraðgerðirnar stæðu yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert