Kastró segir Kúbu halda áfram án hans

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, segir að kúbverska þjóðin haldi áfram göngu sinni án hans ári eftir að hann afhenti yngri bróður sínum Raul Kastró stjórnartaumana.

Kastró dró sig í hlé í fyrsta sinn frá árinu 1959 þegar hann veiktist, en ekki hefur verið nákvæmlega gefið upp hvað hrjái Kúbuleiðtogann. Kastró segir hinsvegar að allar mikilvægar ákvarðanir sem ríkisstjórn landsins taki séu bornar undir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert