Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi

Frá Gay Pride í Reykjavík
Frá Gay Pride í Reykjavík mbl.is/Árni Sæberg

Sænska mótmælendakirkjan hyggst taka þátt í „Gay Pride” göngu samkynhneigðra í Stokkhólmi sem fram fer næstkomandi laugardag. Þrjátíu manns, þar á meðal prófastar frá dómkirkjunum í Stokkhólmi og Uppsölum, taka þátt í göngunni undir slagorðinu „Ástin er sterkari en nokkuð annað”.

Talsmenn kirkjunnar segja að tilgangurinn sé sá að „rjúfa hina miklu þögn fjöldans um mál samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og kynskiptinga. “

Svíar þykja hvað fremstir í flokki þegar kemur að málum samkynhneigðra. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa þegar verið leyfðar, en frumvarp sem til stendur að leggja fram í janúar á næsta ári kveður á um að öllum verði frjálst að giftast í lútersku kirkjunni, óháð kynhneigð. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður Svíþjóð fyrsta landið til að setja slík lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert