Bush boðar til umhverfisráðstefnu

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur boðið leiðtogum helstu iðnríkja heims til ráðstefnu um umhverfismál, sem halda á í Washington 27. og 28. september í haust. Þar á að setja langtímamarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Bush lagði til í ræðu í maí að slík ráðstefna yrði haldin og í gær sendi hann leiðtogum Ástralíu, Brasilíu, Indlands, Indónesíu, Japans, Mexíkó, Rússlands, Suður-Afríku og Suður-Kóreu bréf og bauð þeim að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Þá bauð Bush einnig Evrópusambandinu, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Sameinuðu þjóðunum að senda fulltrúa.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, mun stýra ráðstefnunni en Bush mun flytja ávarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert