Málverk reyndist ekki vera eftir Van Gogh

Málverkið, sem talið var eftir Van Gogh en nú þykir …
Málverkið, sem talið var eftir Van Gogh en nú þykir ljóst að svo er ekki. AP

Forsvarsmenn listasafns í Melbourne í Ástralíu hafa orðið að viðurkenna, að málverk, sem talið var eftir hollenska málarann Vincent Van Gogh sé í raun málað af öðrum listamanni, líklega samtíðarmanni Van Goghs. Málverkið hefur verið í eigu safnsins frá árinu 1940 og var metið á jafnvirði nærri 1,4 milljarðs króna áður en hið sanna kom í ljós.

Málverkið er talið vera málað árið 1886 og sýnir dökkhærðan skeggjaðan karlmann. Málverkið mun hafa komið til Ástralíu árið 1939 en það var þá hluti af farandsýningu, sem Keith Murdoch, faðir fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, flutti til landsins. Þá var talið að verkið væri eftir Van Gogh. en efasemdir vöknuðu hins vegar á síðasta ári þegar málverkið var sýnt í Dean listasafninu í Edinborg í Skotlandi. Gagnrýnendur sögðu, að verkið væri frábrugðið öðrum málverkum Van Goghs frá þessum tíma. Þá hefði Van Gogh ekki minnst á verkið í bréfum sínum.

Málverkið var í kjölfarið sent til Van Gogh listasafnsins í Amsterdam til rannsóknar og sérfræðingar þar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki eftir hollenska málarann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert