Bush heitir aðstoð stjórnvalda við endurbyggingu brúarinnar í Minnesota

I-35W brúin sem hrundi í Minneapolis í Minnesota.
I-35W brúin sem hrundi í Minneapolis í Minnesota. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hét því í dag að sjá til þess að brúin yfir Mississippi fljót í Minnesota, sem hrundi sl. miðvikudag verði endurbyggð. Þá sagðist hann syrgja þá látnu líkt og aðrir Bandaríkjamenn, fimm létust og er átta enn saknað eftir slysið.

Bush er á leið til Minnesota þar sem hann hyggst skoða vettvanginn. Hann sagði blaðamönnum í dag að hann skildi mikilvægi þess að brúin yrði endurbyggð og að stjórnvöld ynnu náið með ríkisstjóranum Tim Pawlenty og borgarstjóranum í Minneapolis, RT Ryabak, að verkefninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert