Lögreglan í New York hefur handtekið þrjá menn og gert upptækan lítinn fótstiginn viðarkafbát sem sigldi um höfnina, en báturinn uppgötvaðist um 60 metrum frá skemmtiferðaskipinu Queen Mary II. Einn maður var um borð í bátnum en tveir félagar hans drógu hann á uppblásnum bát. Lögregla segir að ekki hafi verið um tilraun til hryðjuverka að ræða, heldur einskonar sjávar óknytti.
Báturinn virðist vera eftirlíking af Turtle kafbátnum sem smíðaður var meðan á sjálfsstæðisstríði Bandaríkjamanna stóð, árið 1775. Báturinn reyndist vera hluti af einhvers konar listaverkefni sem mennirnir höfðu unnið að, lögreglu var þó ekki skemmt og benti á að báturinn hafi verið óskráður og ekki búinn neinum öryggisbúnaði líkt og krafa er gerð um.