Handteknir fyrir neðansjávaróknytti

00:00
00:00

Lög­regl­an í New York hef­ur hand­tekið þrjá menn og gert upp­tæk­an lít­inn fót­stig­inn viðarkaf­bát sem sigldi um höfn­ina, en bát­ur­inn upp­götvaðist um 60 metr­um frá skemmti­ferðaskip­inu Qu­een Mary II. Einn maður var um borð í bátn­um en tveir fé­lag­ar hans drógu hann á upp­blásn­um bát. Lög­regla seg­ir að ekki hafi verið um til­raun til hryðju­verka að ræða, held­ur einskon­ar sjáv­ar óknytti.

Bát­ur­inn virðist vera eft­ir­lík­ing af Turtle kaf­bátn­um sem smíðaður var meðan á sjálfs­stæðis­stríði Banda­ríkja­manna stóð, árið 1775. Bát­ur­inn reynd­ist vera hluti af ein­hvers kon­ar lista­verk­efni sem menn­irn­ir höfðu unnið að, lög­reglu var þó ekki skemmt og benti á að bát­ur­inn hafi verið óskráður og ekki bú­inn nein­um ör­ygg­is­búnaði líkt og krafa er gerð um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert