Læknar í Hong Kong vara við mahjong-flogaveiki

Læknar í Hong Kong hafa komist að því að kínverska spilið Mahjong geti valdið flogaveiki. Niðurstöðurnar voru birtar í læknatímariti Hong Kong og eru byggðar á rannsóknum á 23 tilfellum þar sem fólk fékk flogaveikisköst eftir að hafa tekið þátt í spilinu. Mahjong er afar vinsælt í Kína og er oft spilað sem fjárhættuspil, margir sitja lengi við, en læknarnir komust að því að köstin gátu komið fram eftir eins til ellefu stunda setu við spilið.

Læknarnir segja að ofþreyta og svefnleysi eingöngu skýri ekki flogaveikiköstin. Spilið reynir á minni, rökhugsun og greind, og snýst um að hugsa hratt. Það kallar einnig á langar setur, en margir verða háðir spilinu.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir flogaveikiköstin og losna við þau, er að forðast spilið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert