Bandarísk yfirvöld fá aukna heimild til hlerana

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að leyfa hleranir á samskiptum erlendra ríkisborgara, sem fara um Bandaríkin, án sérstakrar heimildar. Þetta þykir sigur fyrir George W. Bush, forseta, og stjórn hans, en Bush hafði lýst stuðningi sínum við löggjöfina.

Stjórnvöld hafa sagt nauðsyn á lögunum til að flýta fyrir störfum þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA, við að hlera símtöl, skoða tölvupóst og önnur samskipti þar sem erlendir ríkisborgarar eiga í hlut, sem talið er að séu utan Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert