Félagsheimili vítisengla í Randers brann

Húsnæði vélhjólasamtakanna Hells Angels í Randers í Danmörku brann í gærkvöldi. Byggingin, sem var nærri íbúðarblokkum, brann til kaldra kola og börðust slökkviliðsmenn við eldinn frá klukkan ellefu í gærkvöldi þar til níu í morgun og þykir mildi að enginn hafi meiðst. Talsmenn lögreglunnar í Randers segja að margt bendi til að um íkveikju hafi verið að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert