Fjórir bandarískir hermenn hafa látist í og við Bagdad um helgina. Tveir bandarískir hermenn létust af sárum sínum sem þeir hlutu í bardögum í borginni í dag, þá lést einn hermaður og tveir særðust í aðgerðum hersins í vesturhluta Bagdad.
Fjórði hermaðurinn lést þegar sprengja sprakk við vegarkant í gær meðan á bardögum við uppreisnarmenn stóð í nágrenni Bagdad.
Í það minnsta 3.668 bandarískir hermenn hafa látist síðan Íraksstríðið hófst í mars árið 2003.