Leit að Madeleine McCann haldið áfram á heimili Breta

Madeleine McCann hefur verið saknað frá því í maí sl.
Madeleine McCann hefur verið saknað frá því í maí sl. Reuters

Lögregla hélt í dag áfram húsleit á heimili Bretans Robert Murat, sem grunur hefur leikið á að tengist hvarfi stúlkunnar Madeleine McCann. Murat býr um 100 metrum frá hótelinu þar sem Madeleine hvarf, en hann hefur neitað því að eiga nokkurn þátt í hvarfinu.

Fjölskylda Murat segir að hann sé feginn leitinni og að meðlimir fjölskyldunnar voni að með heni verði hann hreinsaður af grun í eitt skipti fyrir öll. Bresk lögregla hefur stjórnað leitinni í þetta skiptið og er notast við þefhund og tækjabúnað sem nemur ef nokkuð er grafið í garði Murat. Um tíu lögreglumenn eyddu tólf klukkustundum á heimili Murat í gær og hófu þeir störf snemma í morgun á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert