Sólin skín á Akureyri

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Akureyringar hafa loks fengið veðurguðina í lið með sér en stytt hefur upp og er sólin loks farin að skína á gesti útihátíðarinnar Ein með öllu, sem nú fer fram í bænum. Sniglabandið skemmti vegfarendum fyrr í dag en meðal atriða í kvöld er söngvaborg með Sigríði Beinteinsdóttur og Mariu Björk, Tinu Turner-tribute, sjallastuð og svo brekkur- og stúkusöngur undir stjórn Skúla Gautasonar. Hátíðinni verður svo slitið með flugeldasýningu klukkan hálf tólf í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert