190.000 skotvopna saknað í Írak

Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad
Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad Reuters

Ekki er vitað um afdrif um 190.000 skotvopna, AK-47 riffla og skammbyssa, sem afhentar hafa verið íröskum öryggissveitum undanfarin ári. 2,8 milljörðum Bandaríkjadala hefur verið varið í vopnakaup fyrir írösku öryggissveitirnar, en sérfræðingar óttast að hluti vopnanna hafi endað í höndum uppreisnarmanna og séu notuð í baráttunni gegn Bandaríkjamönnum.

Rannsóknarnefnd Bandaríska þingsins, sem unnið hefur að rannsókn málsins, segir að afhending vopnanna hafi farið fram í miklum flýti og að ekki hafi verið farið eftir tilskyldum reglum.

Um er að ræða 111.000 AK-47 rifla og 80.000 skammbyssur sem engin gögn eru til um hvar eru niðurkomin. Til stendur að breyta öllu ferli um það hvernig vopn eru afhent. Írakar hafa engu að síður kvartað undan því að þeim hafi ekki borist þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað, en bandaríska varnamálaráðuneytið, Pentagon, hefur viðurkennt að um tveir þriðju þeirra vopna og tækja sem Írökum hefur verið lofað, hafi verið afhentir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert