Óvissa um eftirlit með reykingabanni í Danmörku

Reykingalög taka gildi í Danmörku þann 15. ágúst
Reykingalög taka gildi í Danmörku þann 15. ágúst Reuters

Margir danskir stjórnmálamenn hafa krafið heilbrigðisráðherrann Lars Løkke Rasmussen um svör um það hvernig staðið verði að því að framfylgja reykingabanni sem tekur gildi á dönskum vinnustöðum þann 15. ágúst nl. Vinnueftirlitið í landinu lýsti því fyrir skömmu yfir að engin áform væru uppi um að fylgja banninu sérstaklega eftir.

Forsvarsmenn danska þjóðarflokksins og sósíaldemókrata segja það algjörlega óásættanlegt að vinnueftirlitið ætli ekki að fylgjast með veitingastöðum, krám og –öðrum skemmtistöðum næstu þrjú árin. Þingmenn krefjast þess að lögunum verði framfylgt og að því þurfi að enduskoða framkvæmd þeirra hið fyrsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert