Lið kafara sjóhers Bandaríkjanna hélt áfram leit að fórnarlömbum slyss í síðustu viku þegar brú hrundi í Minnesota. Fimm manns létust og að minnsta kosti átta manns er enn saknað.
Sextán kafarar frá sjóhernum komu til Minneapolis borgar snemma í morgun og hófu nokkrir þeirra tafarlaust leit í áni. Þeir eyddu um tveimur klukkustundum í að kanna aðstæður og fóru aftur út í síðar um morguninn og fjarlægðu steypubita. Erfiðar aðstæður eru í áni.