Foreldrar McCann enn vongóðir

Foreldarar Madeleine McCann, Gerry og Kate McCann.
Foreldarar Madeleine McCann, Gerry og Kate McCann. AP

Foreldrar Madeleine McCann segjast halda áfram að trúa því að hún sé enn á lífi, þrátt fyrir að blóð hennar hafi fundist fyrir utan íbúðina þar sem hún hvarf.

Faðir Madeleine, Gerry McCann segir þau hjónin ekki vera barnaleg að halda að stúlkan þeirra sé enn á lífi, heldur hafi portúgalska lögreglan margsinnis sagt þeim að hún leitaði að lifandi stúlku. Hjónin sögðust ekki kannast við aðrar fréttir.

Þá sögðust þau vera ánægð með framgang rannsóknarinnar og þökkuðu portúgölsku lögreglunni vel unnin störf.

Blóðsýnin. sem voru tekin fyrir utan sumarleyfisíbúð McCann fjölskyldunnar í bænum Praia da Luz. eru enn í rannsókn, að því er kemur fram á fréttavef Sky.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert