Gin- og klaufaveiki líklega frá rannsóknarstofu

Starfsmaður yfirvalda við störf vegna tveggja tilvika gin- og klaufaveiki …
Starfsmaður yfirvalda við störf vegna tveggja tilvika gin- og klaufaveiki í Bretlandi. Reuters

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Bret­land hafa grun­semd­ir um að tvö til­vik gin- og klaufa­veiki í Sur­rey hafi verið af manna völd­um. Segja þau mjög lík­legt að vírus­inn hafi komið frá rann­sókn­ar­stofu í ná­grenn­inu.

Í skýrslu yf­ir­valda um málið sem greint var frá nú í kvöld kem­ur ekki fram hvort vírus­inn hafi komið frá rík­is­rek­inni rann­sókn­ar­stofu í ná­grenn­inu eða einka­rekna bólu­efna­fyr­ir­tæk­inu Mer­ial, sem er að finna á sömu lóð.

Bónd­inn á seinna býl­inu þar sem vírus­inn fannst seg­ir flætt hafa upp úr skól­p­lögn, sem ligg­ur í gegn­um akur sem hann beitti naut­grip­um sín­um. Það þykir styrkja grun­semd­ir um að um smit frá ann­arri hvorri rann­sókn­ar­stof­unni sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert