Hillary Clinton styrkir stöðu sína

Hillary Clinton og Barack Obama í nýlegum sjónvarpskappræðum.
Hillary Clinton og Barack Obama í nýlegum sjónvarpskappræðum. Reuters

Hillary Cl­int­on hef­ur styrkt stöðu sína um­tals­vert í bar­átt­unni við Barack Obama um út­nefn­ingu sem for­seta­efni Demó­krata­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt nýrri könn­un, sem Gallup gerði fyr­ir blaðið USA Today segj­ast 48% vilja að Cl­int­on verði for­seta­efni og hef­ur fylgi við hana auk­ist um 8 pró­sent­ur frá sams­kon­ar könn­un fyr­ir þrem­ur vik­um.

Fylgi við Obama mæl­ist 26% og hef­ur minnkað um 2 pró­sent­ur. Þriðji er John Edw­ards með 12% fylgi.

Könn­un­in var gerð 3.-5. ág­úst eft­ir að þau Cl­int­on og Obama skipt­ust á skoðunum um ut­an­rík­is­mál. Þátt­tak­end­ur í könn­un­inni töldu m.a. að Cl­int­on væri mun hæf­ari til að tak­ast á við alþjóðlega hryðju­verk­a­starf­semi og að stýra banda­ríska herafl­an­um en Obama.

Meðal re­públi­kana nýt­ur Rudy Giuli­ani mests stuðnings eins og und­an­farna mánuði en fylgi við hann var 33%. Í öðru sæti er sjón­varps­leik­ar­inn Fred Thomp­son með 21% en hann hef­ur ekki enn lýst því form­lega yfir að hann gefi kost á sér. Þriðji er John McCain með 16% fylgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka