Skipulögð glæpastarfsemi að baki skógareldum

Björgunarþyrla sækir vatn á baðströnd.
Björgunarþyrla sækir vatn á baðströnd. AP

Skógareldar brutust aftur út á suðurhluta Ítalíu í dag. Embættismenn grunar að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Sex hafa látið lífið í skógareldum á Ítalíu í sumar. Í dag lést maður á níræðisaldri nærri borginni Foggia.

Skotið á björgunarþyrlu nærri vatnsbóli í suðurhéraðinu Campania, þegar hún reyndi að sækja vatn til þess að slökkva skógarelda í gær. Flugmaðurinn tók ekki eftir því þegar 18 byssukúlur hittu þyrluna fyrr en félagar hans bentu honum á það þegar hann snéri aftur á staðinn þar sem eldurinn var.

Í öðrum eldi í gær höfðu glæpamennirnir skorið fjarskiptaleið milli stjórnstöðvar og björgunarmanna. Lögregla telur ekki líklega að um brennuvarg sé að ræða, heldur sé hópur glæpamanna að verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert