Varamaður áhafnar sem fórst fer loks af stað

Geimflaugin Endeavour leggur af stað í tveggja vikna ferðalag til alþjóðlegrar geimstöðvar annað kvöld. Sjö geimfarar er í áhöfninni, þar á meðal einn kanadískur læknir, efnafræðingur sem kann táknmál og er fyrrum keppnismaður í frjálsum íþróttum og flugstjórinn, sem á eineggja tvíburabróður sem flýgur einnig geimskutlum.

En athyglin er á grunnskólakennaranum Barböru Morgan, sem mun sitja í sama sæti og Christa MaAuliffe sat í fyrir 21 ári. Morgan var varamaður McAuliffe í Challenger, sem sprakk flugtaki árið 1986.

Nokkur hundruð grunnskólakennara munu fylgjast með flugtaki Endeavour á morgun frá Kennedy geimmiðstöðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert