Dýraverndunarsamtök í Afríku birtu myndir af fjórum górillum sem voru drepnar í Lýðveldinu Kongó. Þrjú kvendýr og eitt karldýr voru skotin til dauða í Virunga þjóðgarðinum. Þjóðgarðsverðir fundu lík þeirra. Ein kvengórillan var þunguð. Drápin voru fordæmd af hópum, sem reyna að vernda górillustofninn, en hann á undir höggi að sækja vegna veiðiþjófnaðar.
Fjallagórillur eru í útrýmingarhættu og aðeins 700 dýr eru eftir í heiminum og þau búa öll villt. Rúmlega helmingur eftirlifandi dýra, eða 380, eru í Virunga og önnur 340 eru í Bwindi þjóðgarðinum í Úganda. Górillur eru veiddar til matar, en ungunum eru seldir sem gæludýr. Dýraverndunarsamtökin grunar að drápin hafi verið til þess að ógna þjóðgarðsvörðunum sem reyna að vernda górillurnar.