Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagði afgönskum og pakistönskum ættbálkaleiðtogum við opnun friðarfundar í dag að þjóðirnar tvær gætu sigrast á Al-Qaeda og talibönum ef þær ynnu saman
Þetta sagði Karzai þegar hann setti fjögurra daga fund um öfgahyggju innan íslam. Forseti Pakistans kaus að mæta ekki á fundinn, sem kallaður er friðar „jirga“, en sendi í sinn stað forsætisráðherra landsins.
700 fulltrúar og öldungar frá ættbálkasvæðum komu yfir landmæri Afganistans og Pakistans til þess taka þátt í fundinum.
„Ég er fullur sjálfstrausts. Ég trúi því að ef bæði Afganistan og Pakistan taka höndum saman munum við einn daginn útrýma áþján beggja þjóða,“ sagði Karzai.
„Ef vandamálið er í Afganistan ættum við að leita leiða til þess að leysa það. Ef vandamálið er í Pakistan, þá ættum við að leita lausnar á því, “sagði hann í Kabúl, þar sem þúsundir lögreglu- og hermanna gæta öryggis fundargesta.
Að minnsta kosti 10 menn, sem grunaðir voru um að vera liðsmenn talibana, voru drepnir í dag af pakistönskum öryggisveitarmönnum við landamæri Afganistan. Þyrla skaut á felustað uppreisnarmannanna í Norður-Waziristan eftir að fjórir hermenn létust í nokkrum vegasprengjum sem sprungu fyrr um daginn.