Rauði krossinn kærður fyrir að nota rauða krossinn

Rauði krossinn er með þekktari táknum í heiminum.
Rauði krossinn er með þekktari táknum í heiminum. Reuters

Rauði krossinn hefur verið kærður fyrir að nota rauðan krossinn. Ákærandi er fyrirtækið Johnson & Johnson í Bandaríkjunum, sem krefst þess að Rauði krossinn hætti að nota hið vel þekkta tákn á vörum sem hann selur hinu opinbera.

Vörurnar sem Rauði krossinn selur í Bandaríkjunum eru hluti af sjúkrakössum. Hagnaðurinn af sölunni, um 10 milljónir Bandaríkjadala, rennur til hjálparstarfs Rauða krossins. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Í Forbes kemur fram að Johnson & Johnson telur ekki eðlilegt að nota tákn Rauða krossins í viðskiptalegum tilgangi. Æðsti yfirmaður Rauða krossins í Bandaríkjunum segir málið vera fáránlegt.

Johnson & Johnson undirstrikaði í fréttatilkynningu að fyrirtækið myndi áfram styrkja Rauð krossinn, þrátt fyrir málaferlin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka