Áttatíu og sex prósent allra starfandi Indverja hefur innan við 20 rúpíur í daglaun, eða sem svarar um þrjátíu íslenskum krónum, og hefur alveg farið varhluta af hinum mikla efnahagsuppgangi í landinu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem indversk stjórnvöld hafa látið gera, og birtar voru í dag.
Alls eru 457 milljónir Indverja vinnandi, þar af starfa 395 milljónir í svonefndum óskipulögðum geira, þ.e. við landbúnað, byggingavinnu, vefnað og fiskveiðar, að því er fram kemur í rannsókninni. Aðeins 0,4% þeirra sem starfa í óskipulagða geiranum hefur aðgang að einhverskonar almannatryggingum.
Í fyrra fór tala þeirra Indverja sem á sem svarar einni milljón dollara í hreinni eign yfir 100 þúsund.